Breiðdalssetur ses - Gamla Kaupfélagið - Sæberg 1 - 760 Breiðdalsvík - Kt. 620311-1110 - info(hjá)bdsetur.is

Safnið er lokað yfir veturinn en reynt er að opna fyrir hópa og vísindamenn ef pantað er með góðum fyrirvara, með tölvupósti  eða í síma 862 4348.

Málþing og opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni 11. júní 2011

SE Poster syning 2011 preview

Dagskrá málþings ásamt erindindin

13:00 Málþing sett   Fundarstjórnandi – Páll Baldursson texti hér

CV um fyrirlesarana hér

Yfirlit um erindin hér

Páll Baldursson

Fjallað verður um uppruna og rætur Stefáns í Breiðdal.  Tengsl hans við byggðarlagið sitt, og þá staðreynd að þrátt fyrir að vera alfluttur úr Breiðdal ungur maður, þá var hugurinn og verk mjög oft á heimaslóðum.  Farið verður yfir með hvaða hætti Stefán ræktaði þessi tengsl og þá ekki síst í ljósi þess að um áratugaskeið skildi heilt heimshaf á milli.

Vésteinn Ólason

Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar

Þótt sérmenntun Stefáns Einarssonar væri á sviði málvísinda skrifaði hann mikið um bókmenntir, þ.á. m um samtímahöfunda sem fátt hafði verið skrifað um áður, en einnig um bókmenntir frá fyrri öldum, og í bókmennasögu sinni, sem birtist bæði á ensku og íslensku, gefur hann yfirlit yfir íslenskar bókmenntir frá upphafi fram yfir miðja tuttugustu öld. Í erindinu verður gerð grein fyrir viðfangsefnum Stefáns og aðferðum.

14:30-15:30 Hlé

Hótel Bláfell selur gestum málþingsins kaffi og kökur á 1.500 kr & Steinasafnið í Breiðdal opið

15:30 Seinni hluti

Svavar Sigmundsson

Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi

Stefán var frumkvöðull hér á landi að rannsóknum á íslenskri hljóðfræði og skrifaði um mismunandi framburð eftir landshlutum. Þá skrifaði hann einnig um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslensku. Hann safnaði örnefnum í mörgum hreppum á Austurlandi fyrstur manna og skrifaði greinar um ýmis þeirra.

Smári Ólason

Kynning á þjóðlagasöfnun Stefáns Einarssonar

Stefán var sá fyrsti til að taka upp þjóðfræðilegt efni á segulband hér á landi. Upptökurnar hans voru annars vegar gerðar í septembermánuði árið 1954 í skrifstofu kaupfélagsstjórans  í Gamla Kaupfélaginu sem nú hýsir Breiðdalssetur og hins vegar árið 1957 í Suðursveit. Spiluð verða hljóðdæmi frá þessum upptökum.

17:00 Opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni

Að loknu málþinginu verða munir afhentir setrinu og sýning um Stefán Einarsson opnuð formlega.

 Styrktaraðilar eru eftirfarandi: