Breiðdalssetur ses - Gamla Kaupfélagið - Sæberg 1 - 760 Breiðdalsvík - Kt. 620311-1110 - info(hjá)bdsetur.is

Safnið er lokað yfir veturinn en reynt er að opna fyrir hópa og vísindamenn ef pantað er með góðum fyrirvara, með tölvupósti  eða í síma 862 4348.

Frá 3.-6. maí dvöldu jarðfræðinemar frá Washington and Lee Unversity, USA, hér á Breiðdalsvík og notuðu sér þekkingu starfsmanna og aðstæður setursins, þó lítið í góða veðrinu. Auk þess gaf háskólinn Breiðdalssetur tvo smásjár sem virka vel. Þökkum prófessor David Harbor kærlega fyrir framlagið!

img 20170504 212526  img 20170505 165251

Prof David Harbor

Prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við HÍ

 

 

thorthordarson 2013

      Thor intro and mid atlanctic ridge

 

     Feltferðir á Austurlandi með Þorvaldi árið 2013 á enksu:

      Tillingshagi ignimbrite / Blábjörg, Berufjörður East Iceland-1: General

Tillingshagi ignimbrite / Blábjörg, Berufjörður East Iceland-2: Base of ignimbrite

Tillingshagi ignimbrite / Blábjörg, Berufjörður, East Iceland-3: Effects of water

Breiðdalur Volcano, East Iceland-Base of a Central Volcano

Caldera and the cross section of a volcano, Breiðdalur Volcano-Caldera-East Iceland

Complete Virtual field trip with Thor Thordarson, Iceland 2013

Meira um Þorvald  Walker orvaldur 1992 Malkapuu preview

Þorvaldur (miðjun) sem jarðfræðinemi GPL Walkers í Hawaii, Malkapuu árið 1992.

Jarðfræðinemar frá háskólanum í Edinburgh 
http://www.ed.ac.uk/schools-departments/geosciences/ 
stundaðu nám í viku á Breiðdalssetri
á slóðum hans Walkers.
Kennarinn var eldfjallafræðingurinn Dr. Þorvaldur Þórðarson:
http://www.geos.ed.ac.uk/homes/tthordar/
Students from Edinburgh were taught at Breiðdalssetur
in Walkers footsteps
.

Birgir V. Óskarsson, jarðfræðingur í doktórsnámi við háskóla Íslands, er að rannsaka byggingu og gerð fjögurra hraunsyrpna á Austfjörðum sem mynduðust i flæðigosum á síðtertíer með aðferðum og tækni eðlisrænnar eldfjallafræði. Hann hefur nýtt sér þau gögn eftir Walker sem finna má hér í Breiðdalsetrinu.

   

Gunnarstindur í feltbókinni Walkers 1957-Birgir í felti í Stöðvarfirði 2012

Síðan snemma í ágúst hafa nokkrir jarðfræðinemar við Edinborgarháskóla unnið að BS-rannsóknum sínum í og nærri Breiðdal. Munu þeir í dag, auk fjögurra annarra Mastersnema frá Edinborgarháskóla sem komu til Breiðdalsvíkur þann 22. ágúst, vera með stutta fyrirlsetra um rannsóknarefni sín.

Fyrirlestrarnir fara fram á ensku.

Aðgangur ókeypis og allir innilega velkomnir!

Þessa vikuna er hópur nemenda frá jarðfræðideild Edinborgarháskóla í heimsókn á Breiðdalsvík. Hópurinn er í árlegri rannsóknarferð og er einn megintilgangur ferðarinnar að skoða jarðfræði Breiðdalseldstöðvarinnar. Edinborg 2010TT IG

Þetta er annað árið sem slíkur nemendaleiðangur kemur til Breiðdalsvíkur, en leiðangurinn sumarið 2009 var mjög árangursríkur að mati kennara hópsins dr. Þorvaldar Þórðarsonar.
Á föstudagskvöldið munu nemendurnir vera með opna fyrirlestra í Gamla kaupfélaginu um verkefni sín.

Myndir námsferðarinnar hér

Dr. Ian Gibson í heimsókn

Jarðfræðingurinn Ian Gibson er staddur á Breiðdalsvík gIBSONþessa dagana. Hann var einn af fyrstu nemendum G.P.L. Walkers og vann doktorsritgerð sína um eldvirkni á Reyðarfjarðarsvæðinu á árunum 1959-62, má sjá fyrir neðan.

Þetta er í þriðja sinn sem Ian kemur í heimsókn á Breiðdalssetur og hefur framlag hans verið ómetanlegt innlegg til uppbyggingar jarðfræðistofunnar.

Hann vinnur nú að áframhaldandi flokkun og skipulagningu á þeim gríðarlega fjölda efnis sem eiginkona Walkers gaf safninu að honum látnum.

Jafnframt er mikill fengur fyrir Jarðfræðisetrið að njóta aðstoðar Gibsons við móttöku þeirra jarðfræðinema frá Háskólanum í Edinborg (myndir af námskeiðinu 2010) sem nú eru í heimsókn.

Grein eftir Gibson og fl.:

Gibson & Walker 1964. Some composite rhyolite/basalt lavas and related composite dykes in Eastern Iceland.

Gibson & Piper 1972. Structure of Icelandic basalt plateau and the process of drift

 PHD ritgerð Dr. Ian Gibson :

Jarðfræðifyrirlestrar í tengslum við rannsóknarferð nemenda frá Edinborgarháskóla til Breiðdals

Fyrirlesarar og efni fyrirlestranna:

-Dr. Ian Gibson fv. prófessor og nemandi G.L.P. Walkes – „Interaction of acid and basic magmas based on field observation in East Iceland“

-Dr. Þorvaldur Þórðarson prófessor við Edinborgarháskóla– Eldgosin í Eyjafjallajökli árið 2010 – alhliða yfirlit

-Jarðfræðinemar frá Edinborgarháskóla –. „Um verkefni unnin í nemendaferð í Breiðdal og nágrenni í ágúst 2010“

Fyrirlestrarnir verða haldnir á ensku.

• Auk þess ætlar Þorvaldur að afhenda safninu bók: Studies in Volcanology – The Legacy of George Walker (Edited by T. Thordarson, S. Self, G. Larsen, S.K. Rowland and Á. Höskuldsson and published by the Geological Society for IAVCEI)

Allir hjartanlega velkomnir

Í ágúst 2009 er fyrsta kennsluferð háskóla á vegum Dr. Þorvaldur Þorðarson, fyrirverandi nemandi GPL. Walkers í Hawaii, nú starfandi sem kennari við Edinborgarháskóla. Með þeim er Dr. Ian Gibson, einn af fyrstum nemendum Walkers á Íslandi sem er að vinna við flokkun og uppsetning Walkergagna (mynd fyrir neðan).

Meira um Ian Gibson og rannsóknir hans                Nokkrar myndir úr kennsluferðinni hér

Gibson2009Edinborg2009