Heitt á könnunni fyrir alla, súkkulaðirúsínur og kleinur á Íslenska Safnadeginum, allir velkomnir!!
Fyrirlestur:
"Vinir í vestri"
Líf og starf meðal Vestur – Íslendinga
Laugardaginn 15. júní kl. 14 í Breiðdalssetri
Atli Ásmundsson, fyrrverandi aðalræðismaður í Winnipeg,
segir frá kynnum sínum af fólki af íslenskum ættum í vesturheimi.
Aðgangur ókeypis.
Fundurinn er samvinnuverkefni Breiðdalsseturs, Utanríkisráðuneytis og Þjóðræknisfélags Íslands.
13.00 Vésteinn Ólason setur málþingið og segir stuttlega frá starfsemi Breiðdalsseturs og Stefáni Einarssyni.
13.10 Aðalsteinn Hákonarson doktorsnemi við H.Í.
13.40 Umræður um erindi Aðalsteins
13.50 Svavar Sigmundsson, fyrrv. forstöðumaður Örnefnast.
14.20 Umræður um erindi Svavars
14.30 Gunnlaugur Ingólfsson rannsóknadósent, Stofnun Á.M.
15.00 Umræður um erindi Gunnlaugs
15.10 Kaffihlé
15.25 Kristján Árnason prófessor H.Í.
15.55 Umræður um erindi Kristjáns
16.05. Margrét Jónsdóttir prófessor H.Í.
16.35 Umræður um erindi Margrétar
16.45 Kaffihlé
17.00 Guðrún Kvaran prófessor HÍ og Stofnun Á. M.
17.30 Umræður um erindi Guðrúnar
17.40 Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjúnkt H.Í.
18.10 Umræðum um erindi Ragnars Inga og almennar umræður
18.30 Málþingi slitið
Íslenskt mál og málnotkun með sérstku tilliti til austfirsku:
Málþing í minningu prófessors Stefáns Einarssonar
verður haldið í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík 8. júní.
Fræðimenn munu halda stutt og aðgengileg erindi
um ýmis málfræðileg efni, framburð, örnefni o.fl.
Málþingið verður opið öllum áhugasömum.
STEINAGETRAUN og STEINAKAST
Getur þú giskað hvað steinarnir eru þungir?
Langar þig að prófa að vera Austfjarðatröll?
Komdu þá í Gamla Kaupfélagið um helgina
Verðlaun í boði!!
...Einnig verður eldfjall og eldfjallafræðingur á setrinu
og mun fjallið gjósa kl . 13:30 og 16 á laugardaginn og sunnudaginn
Laugardaginn 14. júlí 2012 kl. 14:00 opnar formlega ný sýning í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík.
Sýningin verður opin alla daga í sumar frá kl. 10:30 - 18:00.
Verum öll hjartanlega velkomin.
Ljósmyndasýning af Breiðdalnum og fjallahring hans
Tilgangur sýningarinnar er upplýsingaöflun - að gestir sem koma á sýninguna skrifi inn á myndirnar örnefni, sögur, náttúrulýsingar eða hvað það sem þeim dettur í hug sem tengist stöðum í Breiðdalnum
Sýningin opnar á bæjarhátíð Breiðdælinga sunnudaginn 14. ágúst 2011
Breiðdalssetur er opið alla daga vikunnar kl. 11:00 - 18:00 til 31. ágúst 2011
Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 13:00-17:00 Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Dagskrá málþings
13:00 Málþing sett
Fundarstjórnandi – Páll Baldursson
Páll Baldursson
Fjallað verður um uppruna og rætur Stefáns í Breiðdal. Tengsl hans við byggðarlagið sitt, og þá staðreynd að þrátt fyrir að vera alfluttur úr Breiðdal ungur maður, þá var hugurinn og verk mjög oft á heimaslóðum. Farið verður yfir með hvaða hætti Stefán ræktaði þessi tengsl og þá ekki síst í ljósi þess að um áratugaskeið skildi heilt heimshaf á milli.
Vésteinn Ólason
Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar
Þótt sérmenntun Stefáns Einarssonar væri á sviði málvísinda skrifaði hann mikið um bókmenntir, þ.á. m um samtímahöfunda sem fátt hafði verið skrifað um áður, en einnig um bókmenntir frá fyrri öldum, og í bókmennasögu sinni, sem birtist bæði á ensku og íslensku, gefur hann yfirlit yfir íslenskar bókmenntir frá upphafi fram yfir miðja tuttugustu öld. Í erindinu verður gerð grein fyrir viðfangsefnum Stefáns og aðferðum.
14:30-15:30 Hlé
Hótel Bláfell selur gestum málþingsins kaffi og kökur á 1.500 kr
Steinasafnið í Breiðdal opið
15:30 Seinni hluti
Svavar Sigmundsson
Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi
Stefán var frumkvöðull hér á landi að rannsóknum á íslenskri hljóðfræði og skrifaði um mismunandi framburð eftir landshlutum. Þá skrifaði hann einnig um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslensku. Hann safnaði örnefnum í mörgum hreppum á Austurlandi fyrstur manna og skrifaði greinar um ýmis þeirra.
Smári Ólason
Kynning á þjóðlagasöfnun Stefáns Einarssonar
Stefán var sá fyrsti til að taka upp þjóðfræðilegt efni á segulband hér á landi. Upptökurnar hans voru annars vegar gerðar í septembermánuði árið 1954 í skrifstofu kaupfélagsstjórans í Gamla Kaupfélaginu sem nú hýsir Breiðdalssetur og hins vegar árið 1957 í Suðursveit. Spiluð verða hljóðdæmi frá þessum upptökum.
17:00 Opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni
Að loknu málþinginu verða munir afhentir setrinu og sýning um Stefán Einarsson opnuð formlega.
Styrktaraðilar eru eftirfarandi: