Breiðdalssetur ses - Gamla Kaupfélagið - Sæberg 1 - 760 Breiðdalsvík - Kt. 620311-1110 - info(hjá)bdsetur.is

Safnið er lokað yfir veturinn en reynt er að opna fyrir hópa og vísindamenn ef pantað er með góðum fyrirvara, með tölvupósti  eða í síma 862 4348.

Sýnatöku í Norðfjarðargöngum

http://www.austurfrett.is/frettir/2284-nordfjardargong-samid-vid-breiddalssetur-um-synatoku

agust07082014

Christa Maria Feucht, verkefnastjóri og jarðfræðingur hjá Breiðdalssetri, kom í fyrstu sýnatöku í Norðfjarðargöng. Ljósmynd: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa hf.

Vegagerðin og Breiðdalssetur hafa hafið samstarf um skipulagða sýnatöku á bergi úr Norðfjarðargöngum. Jarðfræðisetur Breiðdalsseturs er að stórum hluta helgaður jarðfræði Austurlands og því gríðarmikla starfi sem George P.L. Walker vann við kortlagningu jarðlagastaflans á Austurlandi. Jarðgangagröfturinn er kjörið tækifæri fyrir jarðfræðinga að rannsaka bergið í þessum hluta jarðlagastaflans. Starfsfólk Breiðdalsseturs mun því taka sýni skipulega úr jarðgöngunum á um 100 m fresti og einnig úr einstaka áhugaverðum lögum eftir því sem tilefni er til. Breiðdalssetur mun varðveita sýnin og verða þau síðar meir aðgengileg til rannsóknar. Ófeigur Örn Ófeigsson, jarðfræðingur hjá HNIT